5.8.2022 | 09:54
,,Seðlabankinn fóðrar fjármálahýenurnar"
segir Vilhjálmur í grein sinni á Vísi.is. Greinina má lesa hér. Stjórnvöld hafa lítið skipt sér af millitekjuhópum og láglaunafólki. Get tekið undir með Vilhjálmi sem segir ,,Það er svo sorglegt að sjá og verða vitni að varðmennskunni enn og aftur í kringum fjármálaelítuna og Seðlabankann er vílar ekki fyrir sér að kasta launafólki, almenningi og heimilunum eins og hverju öðru fóðri í ginið á fjármálahýenunum með því að hækka vexti viðstöðulaust."
Hækkun lána er skelfileg. Afborgarnir hækka og eftirstöðvar. Láglauna og millitekjufólk má ekki við þessu. Ríkið, með Bjarna, Sigurð og Katrín í broddi fylkingar, virðist ekki umhugað um hluta þjóðarinnar. Ætti ekki að koma á óvart, þau hafa sýnt í langan tíma fyrir hvern þau vinna.
Athugasemdir
Það sem geriri þetta enn vera (og meinfýsnara) er að hækkanir á vöxtum þegar tekinna lána, hafa engin áhrif á peningamagn í umferð og geta því ekki lækkað verðbólgu.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.8.2022 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.