23.7.2022 | 10:00
Ekki sama íslenskt barn og úkraínskt,
þegar kemur að þeirri hörmung að hafa ekki hitt pabba sinn. RUV hefur ekki fyrir því að ræða um stöðu íslenskra barna en þau úkranísku fá umfjöllun. Geri ekki lítið úr því.
Í fréttinni segir ,,Geðlæknir og sálfræðingur sem vinna með mannúðarsamtökunum Flottafolk hafa áhyggjur af sálarheill þeirra." Hafa íslenskir fræðingar engar áhyggjur af íslenskum börnum, eins og þeir fræðingar sem vinna fyrir Flottafolk" sem hafa ekki séð föður sinni í mánuði, ár og áratugi. Geri ekki lítið úr reynslu barnanna sem sakna feðra sinni sem nú sinna stríðsrekstri.
Margir hafa bent á íslensk börn, vanlíðan þeirra þegar þau búa við tálmun. Ruv hefur ekki sýnt málefninu áhuga. Hverju það sætir væri fróðlegt að vita?
Frétt um málið má lesa hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.