19.7.2022 | 10:52
ÉG NENNI EKKI MEIRU- pistill Jespers!
Las góðan pistil eftir dana, Jesper Grønkjær. Hann skrifar reglulga pistla. Í þetta sinn talar hann móðgunargirnin sem hefur náð tökum á löndum sínum. Ég tek undir með honum. Við getum heimfært þetta á Íslendinga. Sjáum sömu takta hjá fólki hér á landi. Hér er lausleg þýðing á þessum góðu skrifum.
,,ÉG NENNI EKKI MEIRU
Ég verð svo þreyttur. Ekki af því það er sumarfrí, heldur vegna allra Dana sem eitra allar forsíður, greinar í lesandabréfum og á samfélagsmiðlum með óstöðvandi nöldri.
Í síðasta pistli nefndi ég m.a. konu sem var brjáluð af því hún kom of seint á tónleika, þar sem hún hafði ekki tekið tillit til að það voru 30 þúsund aðrir áheyrendur. Í þessari viku fékk lögreglan skítkastið frá þeim sem telja þá hafa farið yfir mörkin. Ástæða er lýsinga af týndum dreng af asískum uppruna en lögreglan hafði meðal annars skrifað ,,gulur á húð, sem fékk marga Danir til að ausa skít á lyklaborðinu.
Stoppið aðeins. Það er ekkert að því að vera gulur á húð. Eða rauður, hvítur eða svartur. Þó svo drengurinn hefur verið röndóttur hefði það verið í lagi. Það getur ekki verið húðliturinn sem er vandamálið, heldur sá háttur sem við ásökum hvort annað. Þó svo lögreglan hafi lýst einstaklingi sem rangeygðum, undir venjulegri hæð, með klumbufót eða annað hefði það verið, í mínu huga, í lagi. Þeir hefðu farið yfir mörkin við að nota niðrandi orð eins og feitur, ógeðfelldur eða ljótur. Í þessu tilfelli passa þeir upp á að vera með staðreyndir.
Hver ákveður að það sé að fara yfir mörk að vera ,,gulur á húð? Ég held að þær 5 milljónir manna í heiminum sem eru þannig á litinn telji sig ekki með rangan húðlit. Samt hljómar það þannig.
Svo þið kæru móðgunargjörnu einstaklingar- hvort sem þið eruð karlmaður, kvenmaður eða einhver af hinum fjölmörgu kynjum sem nú hafa verið búin til svo enginn sé móðgaður, hvort þið borðið kökukarl eða kökukonu, hvort þið njótið Risaeskimóa sem nú hefur fengið nýtt nafn til að móðga ekki inúítana, eða hver þið eru eða lítið út: Viljið þið ekki henda nöldrinu á næstu endurvinnslustöð.
Ég veit þið getið ekki sett kerruna á gyðingakrókinn því það gætið stuðað fólk í Middelfart. Við hin nennum ekki að hlusta meira á þetta.
Það er synd að börn mega ekki, á öskudag, klæða sig í indjánabúning, ekki má brenna norn á Sanktihanshátíð án þess að fá skammir. Við erum að búa til samfélag þar sem allir móðgast persónulega. Ekki bara sjálfs síns vegna heldur allra hinna. Þegar hjólreiðamaður fer yfir göngustíg eru skammir settar á snjáldursíðu, hótað barsmíðum og horfi maður vitlaust á vinnufélaga er uppsagnarbréfið handan við hornið.
Einbeitum okkur ekki að hver hefur rétt fyrir sér, heldur tökum skynsamlegt tillit til allra. Í heiminum höfum við upplifað margt neikvætt, umhverfismálin, kórónufaraldur, Úkraínu stríðið og nú skotárásir sem því miður hafa náð til Danmerkur. Minnum hvort annað á að það er svo margt fallegt sem við getum einbeitt okkur að. Látum ekki litlu hlutina sem skipta engu máli gera okkur að nöldurseggjum sem þjóð.
Athugasemdir
Það er jafnvel nöldrad yfir því að fólk skuli nöldra og móðgast yfir því að fólk skuli móðgast.
Vagn (IP-tala skráð) 19.7.2022 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.