Vildarkaup- grein Indriða

Rétt að benda á grein Indriða Þorlákssonar um samþjöppun í sjávarútvegi. Vildarkaup, lesið endilega. Stjórnvöld munu sitja hjá, að sjálfsögðu. Hentar þessum flokkum vel, annars hefðu þeir gripið í taumana. Vg er skrýtinn flokkur sem mætti deyja út í næstu kosningum. Segir sig flokk fólksins í landinu en hafa sýnt allt annað. 

,,P.S. Sama dag og Síldar­vinnslan keypti aukna hlut­deild í auð­lindar­entu þjóðarinnar fyrir 31 milljarð króna – án þess að þjóðin fengi krónu í sinn hlut – birtist líka sú frétt að Síldar­vinnslan hefði fengið 18,5 milljón króna styrk úr opin­berum sjóði til að bæta orku­nýtingu í verk­smiðju. Hljómar eins og súr­realískur brandari."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

6 fjölskyldur selja 5000 hluthöfum fyrirtækis fyrirtæki sitt og talað er um samþjöppun. Fiskvinnsla með engan kvóta er seld og heimtað er auðlindagjald. Talað er um sérstaka skattlagningu ofurgróða kvótagreifa þó megnið komi frá arði af eignarhluta í fyrirtækjum erlendis, flutningastarfsemi, tryggingastarfsemi, laxeldi og landvinnslu á fiski og kjúklingum.

Milljarða fyrirtæki skilar 5% hagnaði og er sakað um ofurgróða og að stela auðlindum þjóðarinnar. Ríkið heimtar 15% hagnað af sínum bönkum og raforkufyrirtækjum og fólki finnst það hið besta mál. Ísbúð skilar 500% hagnaði og fólk fyllist aðdáun.

Ætlast er til að fyrirtæki sem hefur lítinn hag af því að vera með tilraunastarfsemi á sviði orkusparnaðar og umhverfisverndar til hagsbótar fyrir land og þjóð stundi slíkt og borgi það úr egin vasa.

Vagn (IP-tala skráð) 15.7.2022 kl. 16:24

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Gaman að SFS skuli eiga vin í nafnleysinga sem lifir í myrkri eins og Dragúla og þolir og þorir ekki að koma fram undir nafni né mynd. 

Sigurður I B Guðmundsson, 16.7.2022 kl. 09:53

3 identicon

Gaman að Sigurður hafi ekkert til málana að leggja nema persónuleg skot á undirritaðan. 

Vagn (IP-tala skráð) 16.7.2022 kl. 13:30

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það er ekki hægt að vera með persónuskot á ópersónu.

Sigurður I B Guðmundsson, 16.7.2022 kl. 14:02

5 identicon

Persóna er meira en bara nafn. Hvort sem þú sért af nota höfundarnafn eða það sem þér var gefið gæti ég sagt margt persónulegt um þig.

Vagn (IP-tala skráð) 16.7.2022 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband