14.7.2022 | 11:12
Vegur yfir Kjöl
Las áhugaverða grein á Akureyri.net, eftir Jón Þorvald, um veg yfir Kjöl og beintengingu við Suðurland. Líst vel á þetta og skil ekki af hverju menn hafa ekki farið í að skoða málið af fullri alvöru.
,,Með Kjalvegi yrðu 289 km milli Selfoss og Akureyrar. Milli Gullfoss og Akureyrar yrðu einungis 218 km. Það er líka hægt að tengja þessa landshluta saman með vegi um Sprengisand. Það tengir þó stóru staðina tvo; Akureyri og Selfoss, mun verr en Kjalvegur."
Athugasemdir
Að leggja einhverjar hundruðir milljóna í veg sem væri lokaður stóran hluta af árinu er sennilega ekki ofarlega í forgangsröð samgönguyfirvalda.
Vagn (IP-tala skráð) 14.7.2022 kl. 14:22
Væntanlega af sömu ástæðu og þjóðvegur 1 liggur í gegnum Blönduós. Tryggja atvinnu í þeim bæ.
Varðandi Kjalveg væri ekki meira mál að halda honum opnum allt árið, ekki frekar vegum á austurlandi eða vestfjörðu
Bjarni (IP-tala skráð) 14.7.2022 kl. 18:58
Það snjóar töluvert meira á Kili en Austurlandi og Vestfjörðum. Og það gengur ekkert alltof vel að halda vegum opnum fyrir austan og vestan.
Vagn (IP-tala skráð) 14.7.2022 kl. 23:43
Vegur yfir Kjöl yrði mun fjölfarnari og fyrir fleiri en fjallvegu austfjarða og vestfjarða og ég efast stórlega um að þar snjói mikið. Ársúrkoma á Sprengisandi gerir hann það landsvæði á Íslandi sem kemst næst því að flokkast sem eyðimörk vegna lítillar úrkomu.
Bjarni (IP-tala skráð) 15.7.2022 kl. 03:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.