13.7.2022 | 10:47
Fasteignasali ber enga ábyrgð,
hef lengi sagt það og segi enn. Þessi góða grein tekur á því.
Í greininni stendur:
,,Í þessum málum er einn gegnumgangandi þráður: Skoðunarskylda fasteignasala er mjög lítil, hún er ekki skoðun sérfræðings og takmarkast við það sem fasteignasalinn sér við sjónskoðun. Skoðunarskylda kaupanda er hins vegar gríðarleg. Almennt virkar það því svona:
Ef upp kemur galli sem ekki var tilgreindur í söluyfirliti en kaupandi hefði mátt átta sig á við hefðbundna skoðun þá verður sá ágreiningur á milli kaupanda og seljanda. Sem sagt fasteignasalinn sleppur þó hann segi ekki frá gallanum því hann ætti að vera kaupanda svo augljós."
Þjóðin má þakka þessum ágæta doktorsnema í hagfræði fyrir að benda á hið augljósa. Bíð eftir að hann taki fyrir gjaldið sem fasteignasalarnir taka fyrir að koma pappírum í þinglýsingu. Margir þeirra neita fólki um að gera það sjálft og hirða tugþúsunda fyrir það. Hef persónulega reynslu af því.
Athugasemdir
Engar áhyggjur, það er nýbúið að skipa starfshóp til að aflétta ábyrgð á ástandi húsnæðis af fasteignasölum: Skipar starfshóp sem á að binda í lög að ástandsskýrslur fylgi söluyfirlitum íbúða
/kaldhæðni endar
Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2022 kl. 19:36
Einhverra hluta vegna held ég að sá hópur verði seinn í gang og fari sér hægt Guðmundur.
Sjáum hvort ég hari rangt fyrir mér, vonandi.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2022 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.