21.6.2022 | 08:35
Dýraníð að henda kanínu
út í náttúruna. Fólk heldur að það geri þeim gott en svo er ekki. DÝRANÍÐ af verstu tegund. Kanínur eru ekki villt dýr heldur heimilisdýr. Þegar heimilisfólk nennir ekki að eiga dýrið lengur fer það með kanínuna í Elliðaárdalinn. Þar hittir kanínan fyrir aðrar kanínur og svo fjölga þær sér. Innræktun með skelfilegum afleiðingum. Kanínur veikjast og enginn hjálpar þeim.
Látið frekar lóga kanínum í stað þess að sleppa þeim lausum. Versta sem þú getur gert við dýrið. Siðferði fólks þegar það fær sér gæludýr er afar misjafnt. Alltof margir eru samviskulausir gagnvart kanínunni sinni og sleppir henni út í slæmt líf og jafnvel sársaukafullan dauða. Jafnvel fleiri en einni.
![]() |
Kanínurnar í Elliðaárdal leita sér að nýju heimili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.