Eitt að segja annað að gera

og um það fjallar hluti kosninga í stjórn Félags grunnskólakennara. Nokkrir frambjóðendur hafa ákveðið að bjóða sig saman fram í stjórn með von um að ná meirihlutavöldum. Nýr formaður var kosinn á dögunum stéttinni til heilla. Markmiðið er sennilega að bola honum burt með öllum tiltækum ráðum. Undanfarin fjögur ár hefur margt athugavert verið við stjórnun félagsins þar sem m.a. þessir aðilar komu nálægt. Við skulum ekki tala um þöggunina sem hrjáir núverandi stjórn, í það minnsta hluta hennar.

Þessi andstæðublokk, sem ég kalla svo, hefur tvö markmið. Sprengja stjórnin og koma nýjum formanni frá með öllum tiltækum ráðum. Núverandi formaður hefur ekki virt grunnskólakennarar viðlits á snjáldursíðum sem kennarar hafa aðgang en allt í einu eftir fall í kosningum er skrifað í tíma og ótíma. Mest endemis bull og ef ég vissi ekki betur héldi ég að formaðurinn skrifaði undir áhrifum.

Hjá Félagi grunnskólakennara starfar lögfræðingur sem hefur án efa sinnt starfi sínu með sóma. Unnið sum mál, tapað öðrum. Náð einu fram ekki öðru. Svona gengur það á eyrinni. Ég hef hins vegar grun um að hann muni leita allra leiða til að fella nýkjörinn formann þegar andstæðublokkin hefur unnið vinnu sína. Tek það fram hér er um grun að ræða sem byggir á framkomu, skrifum og tali þeirra sem bjóða sig fram og segjast allt í einu vilja vinna með nýkjörnum formanni.

Hvað geta kennarar gert. Forðast þessi framboð. Sýnum þessu fólki að við höfum fengið nóg og viljum byggja upp orðspor stéttarinnar, samvinnu við önnur félög og starfsfólk Kennarasambandsins, en rífum það ekki niður. Þurfum næstu fjögur ár til þess, hið minnsta.

Munið að kjósa kennarar. Kosning hefst á morgun, þriðjudag 24. maí kl. 14:00 á Mínum síðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband