19.5.2022 | 17:23
Verulega hugsi yfir framboðum
í stjórn Félags grunnskólakennara, samninganefnd, kjörnefnd og skólamálanefnd. Í þær tvær síðarnefndu náðist ekki nægur fjöldi til að hægt sé að kjósa. Framboðsfrestur lengdur fram á laugardag. Spurning hvort þá náist tilskilinn fjöldi. Grunnskólakennarar virðast ekki hafa mikinn áhuga á setu í skólamálanefnd félagsins. Hverju það sætir er mér hulin ráðgáta.
Hvað stjórn og samninganefnd varðar og nú þarf ég að draga andann djúpt. Einstaklingar sem hafa skrifað um nýkjörinn formann stéttarinnar, á miður fallegan hátt, gefa nú kost á sér til stjórnarsetu. Vilja sem sagt vinna með formanni sem þeir hafa lagst svo lágt að sverta. Liggur eitthvað annað á bak við, því má velta upp. Sama með samninganefndina. Menn þar inni lögðu fram samning sem var tvífelldur í kosningu félagsmanna. Ætli trú kennara sé mikil á því fólki. Kosningar munu leiða það í ljós.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.