Formaður grunnskólakennara ber einn sök

Á framboðsfundi frambjóðenda í félag grunnskólakennara staðfesti formaður félagsins að hafa lagt starfsmann Kennarasambandsins í einelti. Formaðurinn sagði frá starfi sálfræðiskrifstofu sem rannsakaði málið. Niðurstaðan var einelti af hálfu formannsins. Grunnskólakennari vakti athygli á málinu á snjáldursíðu kennara og ég sendi inn fyrirspurn til að fá málið staðfest. Annar kennari, sem var á fundinum, spurði hvort formaðurinn hefði ekki átt að segja frá eineltinu áður en hún gaf kost á sér í formannskjörið.

Formaður Félags grunnskólakennara fannst ástæða til að nafngreina umrædda kennara í máli sínu á framboðsfundinum. Tilgangur óljós en ósmekklegur í meira lagi. Formaðurinn talað um að skýrsla hafi lekið. Getgátur, til að gera málið ótrúverðugt. Til að kallast gerandi verður að vera þolandi ofbeldis. Þolandi hefur fullt leyfi til að tjá sig um eineltið. Í samfélaginu viljum við að þolendur ofbeldis fái áheyrn. Gildir það ekki um þetta mál? Vilja grunnskólakennarar þagga málið, trúi því ekki.

Nú berst mér til eyrna að formaðurinn hafi meðaumkun meðal grunnskólakennara af því málið bar á góma. SVO BREGÐAST KROSSTRÉ SEM ÖNNUR TRÉ,  hugsaði ég. Á ég að trúa að kennarar, af öllum stéttum, ætli að sætta sig við að gerandi ofbeldis haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist. Á ég að trúa að kennarar af öllum stéttum ætli ekki að tjá sig um ofbeldið sem formaður þeirra beitti. Á ég að trúa að kennarar sætti sig við að einstaklingur sem hefur beitt annan einelti, sem er ofbeldi, fái brautargengi til að leiða félag grunnskólakennara. Á ég að trúa að stétt sem öllu jöfnu hefur afleiðingar eineltis á sinni könnu sætti sig við að starfsmenn KÍ búi við að slíkt sem getur endurtekið sig aftur og aftur.

Í hjarta mínu segi ég nei, ég trúi ekki að kennarar séu svo grunnhyggnir. Ég trúi ekki að kennarar þori ekki að mótmæla slíkum gjörningi. Nei ég trúi ekki að kennarar samþykki slíkt ofbeldi.

Ég hef fulla trú á að kennarar samþykki ekki einelti í sínum röðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband