25.4.2022 | 15:02
Formannskjör í Félagi grunnskólakennara
Annað kvöld verður framboðsfundur frambjóðenda í formannssæti Félags grunnskólakennara. Fundurinn hefst kl.20:00. Sá hæfasti að mínu mati er Mjöll Matthíasdóttir. Hún hefur starfað innan kennarasamtakanna í fjölda ára og þekkir málefni Fg og Kennarasambandsins sem er kostur. Kosið verður 2.-7. maí n.k. Rafrænar kosningar.
Margt hefur gengið á í félagi grunnskólakennara undanfarin fjögur ár. Ég missti traust á forystunni þegar þau létu óátalið að formaður Félags kennara í Reykjavík hélt embætti sínu þrátt fyrir dóm. Skattsvik. Sem formaður svæðisfélags hefur viðkomandi með peninga að gera og stjórn Fg hefði átt að beina því til formannsins að hann léti af störfum á meðan dómurinn rynni út, á tveimur árum. Skilorð. Formaður félagsins verðlaunaði manninn með setu í viðræðunefnd. Foj, foj. Taka þarf á lögum félagsins um svona mál, getur alltaf komið upp.
Valddreifing er lítil sem engin innan félagsins. Skoði maður nefndir á vegum Fg er ljóst að formaður félagsins vill vini sína nálægt sér. Það sést. Undir hælinn lagt hvort varamenn séu kallaðir til. Skólamálanefnd er gott dæmi. Formaður nefndarinnar, sem er varaformaður Fg, fer í annað starf og þá tekur formaður Fg starfið að sér í stað varaformanns sem er eðlilegur hlutur.
Á stjórnarfundum eru gestir, sömu gestirnir, mjög oft á fundi stjórnar félagsins sem getur ekki talist eðlilegt, þó þeir sitji í viðræðunefnd. Sjá má þetta í fundargerðum, sem oft á tíðum eru illa skrifaðar og stundum rangfærslur.
Gerð var athugasemd við fundargerð ársfundar. Þar var fólk skráð á fund sem var ekki.
Samvinna er lítil og svæðadeildir hafa nánast ekkert verið með í ráðum, hef samanburð frá því að Ólafur Loftsson var formaður. Kann illa við það.
Mikil læti eru á starfsstöð Kennarasambandsins og samvinna af skornum skammti. Formaður Fg á sinn þátt í því.
Formaður félagsins hefur hug á að draga Félag grunnskólakennara út úr samstarfi við KÍ. Kann því illa. Betra er að vinna saman en vinna gegn hvorum öðrum. Til slíkrar samvinnu þarf samvinnufúst fólk sem kann að taka og gefa. Ekkert er svo gott að ekki megi bæta það.
Við þurfum á leiðtoga að halda sem sátt er um. Við þurfum leiðtoga sem dreifir valdi. Við þurfum leiðtoga sem er tilbúinn að vinna með öllum. Við þurfum leiðtoga sem getur átt í góðum samskiptum við þá aðila sem á þarf að halda.
Þetta eru hugleiðingar mínar nú þegar ég má velja formann fyrir félagið sem ég greiði háar upphæðir til, Félags grunnskólakennara.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.