Axla ábyrgð,

kann það einhver stjórnmálamaður eða ríkisbubbi? Undafarna áratugi hefur það ekki sést. Áslaug Arna tekur mann úr embætti skattstjóra eins og hún hafi fulla heimild til þess. Hún notar þyrlu í ríkiseign í einkanotum. Bjarni brýtur sóttvarnarlög. Frú Reykfjörð sömuleiðis. Sigríður Andersen skipar í dómstóla landsins eftir hentugleika með blessun kvenþingmanna. Átti að rétta af kynjahalla, löglegt eður ei skipti víst minnsta máli. Svona gætum við haldið áfram.

Yrði nýlunda í íslensku samfélagi ef þingmenn axli ábyrgð. Kæmi skemmtilega á óvart.


mbl.is Telur að lög hafi verið brotin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband