Dæmdur skattsvikari býður sig

áfram fram í formannsstól Kennarafélags Reykjavíkur, en aðalfundur félagsins er 28. apríl n.k. Formaður félags grunnskólakennara lagði blessun sína yfir setu formannsins, þrátt fyrir sakfellingu, og benti á félagsmenn máli sínu til stuðnings, félagsmenn hefðu kosið hann. Þá var ekki vitað að hann væri skattsvikari, hvað þá að dómur væri fallinn. Síðan átti sagan eftir að breytast. Hérðasdómur og Landsréttur töldu manninn sekann.

Nú gefur skattsvikarinn aftur kost á sér. Hann hefur aðgang að fjármunum félags sem á nóg af peningum. Er honum treystandi? Maður spyr sig. 

Nú ríður á að grunnskólakennarar í Reykjavík sýni í verki að þeir vilji ekki skattsvikara sem formann. Galli á kosningafyrirkomulaginu er að fólk þarf að mæta á staðinn og kjósa, getur aftrað mörgum að gera það. 

Stjórn Félags grunnskólakennara er rúin trausti í mínum augum eftir að stjórnarmenn létu óáreitt að hafa skattsvikara í fremstu röð og gerðu honum hátt undir höfði. Sem betur fer er komið framboð í formannssæti Félags grunnskólakennara þannig að gefi núverandi formaður kost á sér hafa kennarar val. 

Hér má lesa frétt um málið, en þar segir. ,,Jón Ingi Gíslason, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og til greiðslu tæplega 20 milljóna króna sektar í ríkissjóðs. Jón hafði í héraði verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sambærilegrar sektar. Dómurinn er því þyngdur nokkuð."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband