Sænskur kennari, Selma, var rekinn

en það gladdi mig verulega að skólinn sem hún vann hjá mátti ekki þvinga hana til að nota orðið ,,hán“ um dreng. Gekk gegn hennar eigin gildum. Foreldrar drengsins, sem var 7 ára, vildu og fóru fram á að hún notaði ,,hán." í stað hann. Eftir samningaviðræður í nokkra mánuði var hún leyst frá störfum í viku, umþóttunartími. Foreldrarnir voru ekki sátt við að hún notaði skírnarnafnið hans, vildu þvinga hana til að nota ,,hán.“ Að umþóttunartímanum liðnum hafði hún ekki breytt lífsgildum sínum og þá var henni sagt upp.

Skólinn mátti ekki þvingað hana til að kalla drenginn ,,hán“ og því voru hennar dæmdar bætur, 150 þúsund sænskar krónur (um 2 milljónir). Skólanefndin leyfði henni ekki að kveðja nemendur né samstarfsfólkið sitt.

Mér þykir stúlkan tala af mikill skynsemi um málefni ,,trans“ fólks út frá eigin lífsgildum og þá kröfu hópsins að allir virði skoðanir og vilja þeirra en það er ekki gagnkvæmt. Allir þvingaðir inn á sömu skoðun. Því miður eru of margir sem láta sig fljóta með og gera ýmislegt gegn lífsgildum sínum til að þóknast öðrum.

Takk hatt minn ofan fyrir þessum unga kennara. Hér má hlusta á viðtalið sem er á sænsku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband