26.3.2022 | 19:49
Aldeilis gott,
ganga þarf harðar fram í sameiningu sveitarfélaga. Mörg hver eru ekki fær um að sinna skyldu sinni við borgarana. Mörg þurfa að kaupa þjónustu frá öðrum. Kostnaður við yfirstjórn myndi minnka og mörg sveitarfélög þurfa á því að halda. Ekkert sveitarfélag ætti að telja færri en 5000 íbúa, jafnvel fleiri.
Eyjafjörður sem dæmi ætti að vera eitt sveitarfélag með um 25 þús. íbúða. Í dag eru bæjarstjóri, nokkuð margir sveitastjóra og hellingur af sveitarstjórnarfólki. Færri gefa kost á sér til slíkra starfa og því myndi fækkun sveitarfélaga vera að hluta til svar við því.
Skólar eru misvel reknir og stoðþjónusta stopul vegna fjármags og fagfólks. Ráða þarf bót á því með stækkun sveitarfélaga.
Langanesbyggð og Svalbarðshreppur sameinast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.