Ruv stendur sig mjög illa

í fréttaflutningi af stríðinu í Úkraínu. Miðað við aðrar norrænar sjónvarpsstöðvar fær Rvu falleinkunn. Notar 10 mínútur af sjónvarpsfréttir á þennan heimsviðburð sem fæst okkar áttu von á að upplifa. Sem betur fer getur fólk sem skilur ensku og norræn tungumál fylgst með á öðrum stöðvum, hafi það þær.

Norrænu stöðvarnar sendu fréttaskýringaþátt í morgun um ástand næturinnar. Þjóðverjar senda vopn og margar aðrar þjóðir íhuga það sama. Markvert að Þjóðverjar skipta um skoðun um sendingu vopna. Þeir eru þekktir fyrir að senda ekki vopn til þjóða í stríði.

Ruv þarf að hysja upp um sig buxurnar ætli þeir að kalla sig alvör fréttastofu og sjónvarp allra landsmanna.

Umhverfisslys átti sér stað þegar Rússar sprengdu gasleiðslu. Olíulager logar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband