23.2.2022 | 17:28
Er maturinn til helvítis tussan þín?
Hugsið ykkur ef barn talar svona við móður sína. Eða föður, ,,Af hverju ertu svona fokking heimskur, er ekkert á milli eyrnanna á þér?"Velti stundum fyrir mér hvort foreldrar láti tala svona við sig. Efast það, mörgum yrði sennilega brugðið.
Ofbeldi í garð grunnskólakennara eykst ekki bara hér á landi heldur og á öllum Norðurlöndunum. Um það bil fjórði til fimmti hver kennari, samkvæmt norrænum rannsóknum, hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Munnlegt ofbeldi er mun víðtækari.
Á vísi er góð grein. Vert að lesa hana.
Sveitarfélögin eru máttlaus. Stjórnendur grunnskóla hafa engin úrræði og grunnskólakennarar sitja upp með munnsöfnuð sem mörgum dettur ekki í hug að sé til.
Foreldrar bera höfuðábyrgð.
Pistlahöfundur hefur sjálfur skrifað nokkrar greinar, sem m.a. Kjarninn birti, um vandann, sem eykst ár frá ári.
Hér er ein.
Athugasemdir
Mjög þarfur pistill. Þegar ég var í skóla fengu þeir kennarar mesta virðingu sem höfðu hæfilegan aga. Nokkrir kennarar lentu í því að sífellt skvaldur var í tímum, skutlum kastað og slagsmál í tímum. Einkunnir voru ömurlegar í þeim fögum, en kennurunum ekki refsað. Það voru nokkrir erfiðir strákar í mínum bekk. Þessir kennarar brýndu ekki raustina og ráku ekki óþekka krakka úr tíma, heldur héldu áfram með kennslu í gegnum skvaldur og truflanir frá nemendum. Hinir kennararnir sem náðu árangri létu óþekktarormana ekki trufla fyrir hinum. Samt var líkamlegt ofbeldi kennara gegn nemendum orðið bannað þegar ég var í skóla, heldur ekki þörf á því, bara að láta ekki óþekka nemendur trufla fyrir hinum. Ástandið var aldrei eins slæmt og lýst er í þessum pistli þegar ég var í skóla, hefur greinilega versnað mikið.
Ástandið hefur stöðugt versnað og foreldrar telja margir ábyrgðina ekki hjá sér, ofdekur er ríkjandi víða, því miður. Ef börnin kynnast ekki aga á heimilum þola þau hann ekki í skólanum heldur.
Þetta er eins og með versnandi íslenzkukunnáttu og annað, forsætisráðherra landsins eða einhver valdamaður ætti að gera þetta að umtalsefni og koma með úrbætur. Þetta er hægt að laga með samstilltu átaki.
Ingólfur Sigurðsson, 23.2.2022 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.