Grunnskólanemendur og kennarar smitast

en það þykir ekki fréttnæmt lengur. Margir starfsmenn skóla og nemendur smitast og ekki hægt að halda úti eðlilegu skólastarfi. Þegar vantar um helming nemenda í hverjum árgangi hefur það áhrif. Stjórnvöld tala samt um að skólastarf sé með öllu eðlilegt. 

Stjórnendur skóla reyna að fylla í skarðið en tekst ekki. Kennarar mega taka á sig aukavinnu sem þeir kæra sig ekki um. Stuðningsfulltrúar eru látnir ganga í störf kennara til að halda úti kennslu, sem er bannað með öllu. Þeir mega passa börnin, sýna þeim kvikmynd eða láta þau spila, ekki kenna.

Stjórnendur leikskóla senda börn heim vegna manneklu, þeir mega það og eiga.

Vona að þetta ástand spítalana gangi hratt yfir, þó vonin til þess sé veik.


mbl.is 24% starfsfólks smituðust á tveimur mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband