6.2.2022 | 09:58
Björgunarsveitir landsins hafa
margoft sýnt og sannað að þjóðin kemst ekki af án þeirra. Flugslysið er síðasta dæmið. Eldgosið var þar áður. Óveðrið sem skellur á landinu jafnt og þétt, björgunarsveitarmenn tilbúnir. Erfitt að ímynda sér hvernig yfirvöld færu að án sjálfboðaliðanna.
Eftir óveðursskotið á morgun hefst leit, aftur, að mönnunum fjórum sem voru um borð í flugvélinni. Leitað í dag á meðan birta og veður er í lagi. Engum dettur í hug að þeir hafi lifað þessi ósköp af. Þingvallavatn er kalt og hafi áverkar ekki dregið þá til dauða er það kuldinn. Verkefnið er ekki auðvelt. Björgunarsveitarmenn fara samt í verkefnið. Verður erfið reynsla í bakapoka margra. Vitað að leitað er að látnu fólki.
Enginn kemst með tærnar þar sem björgunarsveitarmenn hafa hælana. Þeir eiga lof skilið nú sem endranær.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.