Hefði skólum verið frestað

er ljóst að mun færri smit væru í samfélaginu. Sóttvarnalæknir veit hvernig á að berjast við veiruna en misvitrir stjórnmálamenn tóku fram fyrir hendurnar á honum. Ákváðu óbreytta skólabyrjun. Smit meðal barna gífurlega mörg.

Ráðherra heilbrigðismála byrjar ekki vel að mínu mati. Sóttvarnalæknir virðist þurfa að vera mjög skorinorður til að ríkisstjórnin skilji málið. Sennilega eru vinsældir meira virði en heilsa fólks og álag heilbrigðis- og umönnunarstétta. Þeir fresta ekki aðgerðum að gamni sínu. Nauðsyn. 

Vona að sóttvarnalæknir verði afgerandi í tillögum sínum og það fyrir helgi.

Á blaðamannafundi áðan er fjölmiðlafólki leyft að spyrja. Fréttin.is spyr svo kjánalegra spurninga að ég spyr sjálfa mig hvort konan vilji láta taka sig alvarlega. Þríeykið svarar henni vel. Á meðan fer kjánahrollur um mig sem áhorfanda.


mbl.is Jafnvel von á hertum aðgerðum fyrir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvernig væri nú að við fullorðna fólkið hættum þessu eilífa tuði út af skólagöngu barna? Það er ekki til nein rannsókn sem styður við þá hugdettu að lokaðir skólar fækki smitum og alvarlegum veikindum.

Geir Ágústsson, 12.1.2022 kl. 12:43

2 identicon

Ég vill ekki búa á sóttvarnareyju. Og þessi maður þórólfur var aldrei kosinn og á hann á að hlusta með varúð. Og deila með 4 í allt sem frá honum kemur

Ólafur Ólafsson (IP-tala skráð) 12.1.2022 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband