11.1.2022 | 15:47
Hið besta mál,
þjóðin þarf varla að vera með nefið ofan í öllu sem lögreglan víða um land gerir. Sama með fleiri opinberar stofnanir.
Mötunin sem á sér stað í gegnum alls konar samskiptamiðla er ótrúlegt. Áreitið og streitan sem fylgir þessu öllu á sinn þátt í að fólk kvíðir nánast öllu í dag. Fæ ég þumal eður ei. Sendir einhver hjarta, eða ekki. Lesa margir, skoða margir, hver skoðar og hver skoðar ekki. Ærir óstöðugan.
![]() |
Lögreglan á Suðurnesjum hættir á Facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eftir sem áður verður þeim sem vilja fylgjast með, jafn auðvelt að opna heimasíðu lögreglunnar eins og að opna einhverja aðra vefsíðu t.d. facebook.
Internetið var hannað til þess að hver sem er gæti haldið þar úti sínu eigin efni, en ekki að það færi allt í gegnum einn aðila eða fá risafyrirtæki.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.1.2022 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.