6.1.2022 | 10:27
Tek heils hugar undir
með þeim. Ekkert eðlilegt við íbúðaverð í dag. Unga fólkið okkar á í erfiðleikum, tala nú ekki um ef viðkomandi er einn. Að lítil einstaklingsíbúð skuli kosta á bilinu 30-40 milljónir er ótrúlegt. Afborgun af slíkri í búð gæti numið 160-200 þúsund krónur. Láglaunafólkið festir sér í það minnsta ekki fasteign. Lendir þess í stað í klóm leigjenda, sem hafa gróðrarsjónarmið að leiðarljósi, í flestum tilfellum.
Verð íbúða náð fordæmalausum hæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir tímar eru liðnir þegar fólk leigði frá sér húsnæði á undirverði, tímabundið meðan ekki var þörf fyrir það, til að hafa eitthvað upp í kostnað. Og húsnæðisskorturinn er tilkominn vegna þess að í mörg ár borgaði sig ekki að byggja til að selja. Það byggir enginn til þess að koma út með tapi.
Og ekki mynnist ég þess að það hafi einhvern tíman verið auðvelt að kaupa húsnæði. Ýmsu þurfti að fórna, vinna alla yfirvinnu sem bauðst og helst sumarfríin einnig, til að geta greitt kostnað og afborganir af lánum. Og hvar finnur þú í dag 7 manna fjölskyldu í 90 fermetra þriggja herbergja íbúð eins og ekki var óalgengt þegar þú varst í gaggó? Kröfurnar sem unga fólkið gerir eru aðrar og meiri en launin leyfa. Það þarf pizzur, sumarfrí og sjónvarpsrásir, gemsa, bíl og utanlandsferðir, helgarskemmtanir og styttri vinnuviku. Og afgangurinn á að nægja fyrir íbúð og öðru. Það væri þá í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem það hefur gengið.
Ef afborgun upp á 160-200 þúsund krónur hjá einstaklingi með nær engan nauðsynlegan rekstrarkostnað og tvöfalt það í laun eru erfiðleikar þá hafa okkar fyrstu íbúðakaup verið hreinasta kvalræði.
Vagn (IP-tala skráð) 6.1.2022 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.