5.1.2022 | 08:52
Ánægjulegt þegar félagsmenn
geta valið milli forystusauða. Gott að menn hafi enn áhuga að starfa í forsvari fyrir verklýðsfélög. Hins vegar er dapurlegt að fylgjast með kosningaþátttöku félagsmanna. Alltof fáir láta sig málið varða. Sá formaður sem nú situr talar ekki íslensku sem er forkastanlegt. Myndi hvergi líðast nema hér á landi.
Óska þeim báðum sem hafa gefið kost á sér góð gengis.
Vill verða formaður Eflingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afhverju er það forkastanlegt, að formaðurinn hafi tungumál sem 30 prósent félagsmanna hafi að móðurmáli? Fyrir utan alla aðra sem eru í félaginu og af erlendu bergi brotið. Fyrir utan það að það eru mörg dæmi um það á Norðurlöndum að formenn í einstökum stéttarfélögum þar sé af erlendu bergi brotið. Svo síðasta setningin hjá þér er della.
Flosi Eiríksson (IP-tala skráð) 5.1.2022 kl. 09:18
Sæll Flosi.
Vegna þess að forsvarsmenn eiga að tala íslensku. Hér er um íslenskt verkalýðsfélag að ræða. Hins vegar er vel gert að ráða starfsmenn sem tala hin ólíku tungumál til að sinna þörfum félagsmanna. Formaður sem talar ekki íslensku tekur ekki þátt í kjaraviðræðum sem dæmi eða öðru þar sem íslenska er töluð. Þeir sem eru útlenskir í dösnkum verkalýðsfélögum tala dönsku, þar liggur munurinn. Mér þykja útlendingar sem ætla að búa hér eigi að læra og tala íslensku, því miður er mikill misbrestur á því. Sennilega af því við sættum okkur við að þeir tali ensku, jafnvel í áratug eftir að þeir hafa búsett sig á Íslandi.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 5.1.2022 kl. 12:25
Ég er í sambandi við formann í stéttarfélagi í Kaupmannahöfn sem talar ekki dönsku, og þar er það bara viðurkennt. Hjá SGS notum við túlka á fundum þar sem þarf og Efling einnig og því fylgja engin vandræði. Varðandi íslenskunám og kennslu þeirra sem eru af erlendu bergi brotin eru tvær aðalhindranir, annars vegar allir íslenskufasistarnir sem eru sífellt að leiðrétta eða finna að málfari fólks og hins vegar það að atvinnulífið hefur ekki verið til í að taka þátt í kostnaði við íslenskunám nema að litlu marki en sækja um atvinnuleyfi fyrir útlendinga hægri vinstri. Margt þetta fólk er í láglaunastörfum og þarf að vinna afar langan vinnudag - þegar það tekur síðan þátt í starfi síns stéttarfélags - fær það svona viðhorf eins og frá þér í andlitið!
Flosi Eiríksson (IP-tala skráð) 5.1.2022 kl. 19:46
Hef ekkert út á það að setja að útlendingar starfi í verkalýðsfélagi. Formaður og stjórn á að tala íslensku, það er mín skoðun. Að kalla til túlka er að mínu mati óviðunandi. Á föður sem býr á Eir þar sem meiri hluti starfsmanna talar litla íslensku sem er slæmt. Gamla fólkið okkar á erfitt með tungumálið, notar boðhátta skilaboð og beygingarnar eru oft rangar sem gefa orðunum aðra meiningu. Varð vitni af sorglegu atviki, tungmálsins vegna. Mér þykir miður að t.d. Eir skuli ekki leggja mikla áherslu á að kenna útlenskum starfsmönnum sínum tungumálið, þeirra og öldungana vegna. Hægt að kenna útlendingum starfstengda íslensku til að byrja með þannig að þau verði hæfari í starfi t.d. á elliheimilum, verslunum. Launin lág, sammála því. Þegar ég vann sem sjúkraliði í Danmörku fékk ég ekki vinnu nema af því ég gat tjáð mig á dönsku.
Nú síðast notaði ég þjónustu ófaglærðs snyrtifræðings (sem er ólöglegur við iðju sína) og talaði við mig í boðhætti, svona eins og við tölum stundum við hunda, sestu, komdu, farðu. Óaðlaðandi í alla staði.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2022 kl. 21:17
Ef "englis plís" er bara sjálfsagt er þá bara ekki næsta skref að skipta út íslenskunni og taka ensku upp í staðinn.
Sigurður I B Guðmundsson, 6.1.2022 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.