29.12.2021 | 09:57
Gott að heyra,
nú getur sótti passað upp á þá sem kæra sig ekki um að fá veiruna. Ekki af því við verðum lítið veik heldur enginn veit hver eftirköstin verða. Enginn veit hvernig eða hvort þau verða, jafnvel hjá lítið veikum einstaklingum.
Við meðhöndlum aðra smitsjúkdóma og því ættum við að gera það við kóvid líka. Meðhöndlunin er einangrun. Við sumum er sýklalyfjakúr og vera heima þar til hann vinnur á sjúkdómnum.
Styð aðgerðir sóttvarnalæknis. Styð heilshugar að hugsað sé um vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og að álagið sligi það ekki alveg. Nóg er víst komið. Eins og Már sagði svo skemmtilega, á Alþingi eru kallaðir inn varamenn en á spítalanum eru engir varamenn. Sama má segja um alla boltaleiki- og takið eftir leiki- þar eru varamenn í löngum röðum og hægt að bæta inn. Engir varamenn eru í leik- og grunnskólanum og því mikilvægt að halda smitum þar úti eða í lágmarki.
Héraðsdómur staðfestir 10 daga einangrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl.
Nú hefur Þórólfur fengið nánast öllu sínu framgengt í um 2 ár. Hvernig hefur gengið? Er faraldurinn horfinn? Er hann í baksýnisspeglinum?
Nei, því fer fjarri. Aðgerðir Þórólfs hafa misheppnast og í raun verið verri en ekkert því ríkið skuldar nú rúmlega 500 extra milljarða vegna þessara aðgerða :-( Þá eru ótalin sjálfsvígin og glötuðu tækifærin. Faraldurinn er enn á blússandi siglingu þó fólk hafi gert eins og Þórólfur bað um.
Hvað sagði Þórólfur í sumar varðandi bólusetningarnar? Það, eins og svo margt annað sem hann hefur sagt, hefur ekki gengið eftir.
Við stöðvum aldrei svona sýkingar - það er eins barnalegt og að ætla sér að stöðva flóð og fjöru.
Helgi (IP-tala skráð) 29.12.2021 kl. 13:21
Hvað er gott að heyra? Hefurðu lesið dóminn og kynnt þér rökstuðninginn fyrir niðurstöðunni til að geta metið sjálfstætt hvort hann haldi vatni?
Guðmundur Ásgeirsson, 29.12.2021 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.