23.12.2021 | 14:09
Kemur ekki á óvart
því álag á heilbrigðisstarfsmenn er mikið. Umönnun sjúklinga í búnaðnum sem krafist er íþyngjandi. Höfum við heyrt starfsfólk kvarta undan því, nei. Þegar álag er viðvarandi og samfélagið tuðar samfellt um að veiran sé ekki nokkur skapaður hlutur heggur andlega heilsu starfsmanna. Þeir sem vinna við þetta þekkja veikindin, líðan sjúklinga með cóvid og þá sem eru fárveikir.
Margir heilbrigðisstarfsmenn fara í sjálfskipaða smitgát og sóttkví til að geta mætt í vinnuna og hjúkrað veikum. Við sjáum ekki slíkt hjá mörgum stéttum ef nokkurri. Höfum það hugfast þegar við röflum um að veiran sé ekkert nema smá kvef. Skaðar fáa ef nokkra.
Heilbrigðisstarfsfólk hefur annað að fara. Samfélagið mun finna fyrir brotthvarfi starfsmanna ef þeir feta í sömu spor og kollegar þeirra í Danaveldi.
Gleðilega jólahátíð.
Allt að 20% hætt erlendis vegna álags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.