11.12.2021 | 13:14
Illa farið með staðreyndir
og spyrja má hver sé tilgangurinn. ,Krafa grunnskólakennara varðandi styttingu vinnutíma er að stytta kennslu hvers kennara um eina viku á ári þ.e. úr 37 vikum í 36 vikur." Nei krafa kennara er að stytta kennsluskyldu úr 26 tímum í 25 tíma á viku sem liður í styttingu vinnuvikunnar. Skólaárið mun verða það sama og er nú. Sambandið villir um fyrir lýðnum.
Grunnskólakennarar eru ekki ginkeyptir fyrir að selja kaffi- og matartímann til að mæta styttingu vinnuvikunnar eins og margar stéttir hafa gert. Auðvelt þegar þú vinnur ekki með fólk. Ómögulegt þegar þú vinnur með annað fólk eins og leikskólakennarar, sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar svo eitthvað sé nefnt. Vona að grunnskólakennarar falli ekki í þann gröft að selja frá sér neysluhlé sem forfeður okkar börðust fyrir með kjafti og klóm. Eitthvað rangt við nútíma kjarabaráttu.
![]() |
Slitu viðræðum og samningurinn að renna út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.