Kennarastéttir kjósa

varaformann þessa dagana. Kosningaþátttaka er mjög dræm, rétt um 14% á hádegi í dag. Hægt að kjósa til hádegis á mánudag.

Verulegt áhyggjuefni ef svo fáir láta sig forystusveit samtakanna varða. Átta gáfu kost á sér. Úr nógu að velja. Mishæfir frambjóðendur eins og gengur og gerist. 

Vona að kennarar hristi hendur fram úr ermi og drífi sig í að kjósa. Rafrænar kosningar og því lítið mál.

Áhyggjuefni hve fáir í samfélaginu láta sig félagsmálin varða. Sólveig Anna var kosin með fáum atkvæðum í formannssæti Eflingar. Ragnar Þór hjá VR sömuleiðis. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband