17.11.2021 | 12:57
Brandari Sóleyjar Tómasdóttur
í Kveiks þættinum í gær fékk mig til að hlægja. Hún sagði lýðnum að láta kynjafræðingum og aktívistum eftir umræðuna um kynferðislegt ofbeldi. Við værum á rangri braut ef enginn tjáði sig um málaflokkinn nema þeir. Hefur sýnst sig.
Allir vilja þyngri refsingu við nauðgun.
Allir vilja bætt réttarkerfi fyrir þolendur ofbeldis.
Allir vilja hraða málsmeðferð í ofbeldismálum, hvaða nafni sem það nefnist.
Allir vilja að málin séu rannsökuð af kostgæfni svo kerfið nái í skottið á þeim seku.
Allir vilja að réttarkerfi dæmi ekki saklaust fólk.
Fæstir með réttu ráði vilja að fólk sé dæmt á samfélagsmiðlum.
Að mínu mati á baráttan að beinast í átt að réttarkerfinu og stjórnmálamönnum.
Fræðsla um kynferðislegt ofbeldi, nauðgun og falskar kærur eiga heima í skólakerfinu. Sú drottnun sem kynjafræðingar fara með inn í skólana og ræða um forréttindahópa í samfélaginu, sér í lagi stráka og karlmenn er af hinu slæma.
Þóra Arnþórsdóttir svarað gagnrýninni. Fínt að láta staðar numið nú.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.