7.11.2021 | 14:31
Þökkum ríkisstjórninni fyrir
að svona er komið á Akranesi. Þeir hafa þrýst á um afléttingu sem um munar. Þeir sem liggja nú veikir með kóvid er ekki skemmt. Hvað þá þeim sem liggja í öndunarvél og geta ekki sagt frá.
Frá því að kóvid kom inn í landið hefur sóttvarnalæknir hamrað á persónulegum sóttvörnum. Hefur það skilað árangri, dæmi hver um sig.
Stjórnvöldum til skammar að herða ekki tökin enn frekar. Því miður eru kosningar yfirstaðnar. Dómsmálaráðherra er ein þeirra sem á að skammast sín.
Formaður félags atvinnuflugmanna sömuleiðis sem krefst afléttingar. Hefur maðurinn rætt við formenn félaga sem standa í framlínunni, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og náttúrufræðinga sem dæmi. Skyldi ekki vera annað hljóð í skrokknum á þeim bæjum, held það.
Enn bætist við smitin á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.