Vel gert hjá Þóri að koma

fram í góðum þætti Þóru, Kveik. Hef saknað að málefni af þessum toga séu rædd frá báðum hliðum. Við virðumst leyfa konum/stúlkum meira en mönnum/strákum. Að senda nektarmynd af sér til karlmanns virðist saklaust en senda typpamynd er kynferðisleg áreitni. Hver er munurinn?

Vissulega ef um unga krakka er að ræða, á báða bóga. Að því gefnu að aldurinn sé vitaður. Stúlkur eru gjarnar á að segja sig eldri en þær eru. Hefur lengi loðað við kvenfólkið. Þeir liggur á að eldast á ákveðnum tímabili lífs síns.

Ég vil að unglingar beri ábyrgð á gjörðum sínum. Fimmtán ára unglingur veit vel hvað hann er að gera þegar hann daðrar við sér eldri einstaklinga. Þau geta stoppað hvenær sem er, stúlkur líka. 

Karlinn á að hafa vit á að stoppa. Láta ekki ungar stúlkur heilla sig. Láta ekki undan þrýstingi. Vera ábyrgari aðilinn.

Erindi Þóris ætti heima í forvarnarpakka framhaldsskólanna. Jafnvel í 8.-10.bekk grunnskólans. Forvörnin ætti að vera heimska hans að senda stúlkum myndir. Forvörnin ætti að vera um hvernig maður stoppar svona samskipti áður en illa fer, bæði fyrir stúlkur og drengi. Forvörnin ætti að felast í að standast freistingu í gegnum samfélagsmiðlana. Forvörnin ætti að hvernig daður í gegnum samfélagsmiðlana getur endað illa. Í stað þess að óskapast út í manninn ætti að nota reynslu hans sem víti til varnaðar.

Öfgahópar og öfgafullir einstaklingar eru ekki til nokkurs gagns í umræðu sem þessari. Stór hluti þjóðarinnar er komin með leið á þessum upphrópunum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband