Svona auðvelt að saka einstakling um nauðgun

Hér neðar má lesa brot úr bókinni ,,Stelpur sem ljúga” eftir  Evu Björg Ægisdóttur. Aftarlega í bókinni gerir aðalpersónan grein fyrir lygasögu sem hún bar út í litu samfélagi sem hún bjó í. Sýnir hve auðvelt er að ljúga til um nauðgun. Ástæður geta verið jafn margar og tilfellin eru mörg. gæti allt eins vel gerst í raunveruleikanum og hefur gerst. 

,,Það var heldur ekkert athugavert við það þegar við vorum skyndilega tvö ein að hann byrjaði að strjúka á mér höndina. Þegar við kysstumst voru varnir hans mjúkar og ég mótmælti ekki þegar hann klæddi mig úr fötunum. Ég man ennþá hvernig var að snerta líkama hans og hafa hann ofan á mér. Man hvernig ég strauk um svitastorkið bakið og þrýsti honum að mér. Eins og ég geti ekki fengið nóg. Eins og ég þráði bara að vera nær honum.

Ég hlýt að hafa sofnað því allt í einu svar sólin farin að skína inn í herbergið og á beran líkama minn. Samt var mér kalt. Mér leið jafn illa þennan morgun og mér hafði liðið um nóttina. Það skánaði ekki þegar ég leit á akfeita og viðbjóðslega líkamann við hliðina á mér. Sá greinilega hvíta og slita húðina, graftrarkýlin á bakinu og glansandi húðina. Hann rumskaði ekki á meðan ég klæddi mig og fór. Um leið komu minningar frá nóttunni. Þær vöktu hjá mér svo mikinn viðbjóð að ég fór inn á klósett og kastaði upp. Ég gat ekki hætt að sjá fyrir mér nóttina. Þetta var ógeðslegt. Viðbjóðslegt. Ég leyfi honum að snerta mig og ég snerti hann. Hvað ef einhver hafði séð okkur? Hvað ef einhver vissi af okkur þarna inni í herberginu?

Það liður tvær vikur áður en það spurðist út. Það var önnur helgi og við vorum á sama bar og venjulega. Strákur sem ég þekki lítið vatt sér að mér og spurði mig hreint út. Auðvitað neitaðir ég en sá að hann vissi það og skyndilega sá ég að allir vissu að. Ég sá það í því hvernig allir horfðu á mig með hæðni og lítilsvirðingu. Valdaójafnvægið milli mín og annarra hafði raskast svo ég gerði það eina sem ég gat gert í stöðunni. Ég laug.”

Til að gera langa sögu stutta fékk sögupersónan vinkonur sínar með sér í lið, trúði þeim fyrir því að strákurinn hefði nauðgað sér. Á einhverjum tímapunkti trúði hún lyginni. Í lita samfélaginu sem krakkarnir bjuggu í fékk strákurinn þunga byrði að bera og að lokum tók hann eigið líf án þess að fá uppreisn æru. Fjölskyldan flosnaði upp, foreldrar hans misstu vinnuna og að lokum hurfu þau frá bæjarfélaginu.

Stuttu síðar töldu nokkrir sig vita að stelpa segði ekki sannleikann, engin nauðgun átti sér stað. Hún flúði líka bæjarfélagið, án þess að segja sannleikann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband