24.10.2021 | 12:18
Af hverju taka fjölmiðlar ekki ábyrgð á birtingu klámmynda?
Detta ekki allir dauðar lýs úr höfði mínu. Silfrið ræddi stöðu drengja í dag. Kynferðismálin og myndbirtingar á dagskrá. Klámáhorfið. Drengir fá líka beiðni um að myndsendingar eins og stúlkur. Lögfræðingur Ríkislögreglustjóra sagði lögguna fara inn í alla 8. bekki til að ræða myndsendingar á samfélagsmiðlum.
Dagblöðin eru full af klámmyndum, oftast konum. Frásögnum af alls konar kynlífi. Sölu af kynferðislegum myndum, o.s.frv. Mikinn hagnað af kynferðislegum myndum og athöfnum. Hvar er þeirra ábyrgð? Enginn talar um það.
Það er alveg sama hve mikil fræðsla fer fram í skólunum, heimilið skiptir höfuðmáli. Hitt hjálpar. Foreldrar eiga ekki að leyfa börnum sínum að vera á samfélagsmiðlum fyrr en þau hafa aldur til. Foreldrar eiga að fræða börn sín, tala um þetta, fylgjast með símanum og hvað annað sem foreldrar hafa leyfi til að gera. Ræða þarf við stúlkur- ekki senda myndir. Látið ekki taka upp af ykkur. Sama með drengina- ræðið við þá um að biðja ekki um myndir af stúlku og sendið ekki myndir af ykkur. Foreldrar, foreldrar, foreldrar...þið hafið valdið. Af hverju þarf barn að vera nettengt allan sólarhringinn, af því símafyrirtæki býður símapakka?
Danir lögstóttu um1000 manns, bæði börn og ungmenni, fyrir slíka myndsendingar sem segja að hafi virkað vel sem forvörn. ,,Netop deling af krænkende fotos er i centrum i et stort verserende sagskompleks mod flere end 1000 mennesker, som alle skal have delt en samlejevideo med to 15-årige."
,,En kvinde på 19 år sendte på Facebook et foto til en pige, som gik på samme skole som offeret. Hun er straffet med ti dages betinget fængsel." Stúlka, 19 ára, sendi á Snjáldursíðuna mynd af stúlku sem var í sama skóla. Stúlkan fékk skilorðisbundin dóm."
Lesa má margar fréttir af slíkum dómum í Danaveldi. Vonandi, áður en langt um líður, falla dómar hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.