21.10.2021 | 20:03
Ekki bara úrræðaleysi vegna barna með sérþarfir
heldur og allra barna. Dugleg börn sem mæta í skólann til að læra fá ekki frið. Agaleysi er mikið. Meðvirkni foreldra er of algeng. Margir nemendur telja sig koma í skólann til að hafa uppistand. Ekki einn tíma heldur langflestar kennslustundir. Úrræði til að fjarlægja þann nemanda, þó engar sérþarfir hafi, eru fá ef nokkur. Slíka nemendur er víða að finna, bráðgáfaða en nenna ekki að sinna starfi sínu í grunnskólanum.
Grunnskólakerfið virðist laskað. Peningar eiga þar sök. Ekki má ráða það fagfólk sem grunnskólinn þarf á að halda. Í stað grunnskólakennara eru stuðningsfulltrúar ráðnir sem hafa ekki sömu menntun og starfssvið og grunnskólakennarar.
Betur má ef duga skal. Minni á rannsóknina sem var til umfjöllunar um kulnunarástand grunnskólakennara.
Ráðlagt að kæra innilokun barns í skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.