3.10.2021 | 12:59
Þórunn Sveinbjarnardóttir er komin
á þing. Háskólamenntað fólk væntir að hún hafi ekki skipt um skoðun frá því hún var formaður BHM. Þess er vænst að hún berjist með kjafti og klóm á þinginu fyrir betri kjörum til handa þeim háskólamenntuðu stéttum sem ná ekki lágmarkslaunum í landinu. Samkvæmt opinberum tölum eru það 670 þúsund krónur. Grunnskólakennarar, eftir 5 ára nám, og hjúkrunarfræðingar ná sem dæmi ekki þessum launum.
Áhugavert viðtal við núverandi formann BHM á Sprengisandi í morgun. Skynsamur maður þar á ferð. Kjarasamningar eiga að taka við þegar aðrir renna út. Hér á landi kunna menn ekki þá list. Allt fer í bál og brand. Stéttir eru samningslausar í marga mánuði.
Athugasemdir
Sæl Helga,
Samspillingin (S) ásamt Vinstri grænum (Vg) kom á þessum skerðingum á öryrkja í júní 2009, svo og kom á þessari gjaldborg yfir heimilin, nú og EKKI einhverri skjaldborg, þar sem að yfir 10 þúsund fjölskyldur voru bornar út.
Þórunn Sveinbjarnardóttir og hennar flokkur tóku þátt í því að koma á þessum skerðingum á öryrkja.
Samspillingin (S) ásamt Vinstri grænum (Vg) hafa aldrei beðist fyrirgefningar eða hvað þá afsökunar á þessu öllu saman. Skjaldborg var hins vegar sett yfir Sjóvá og SpKef, því að Samspillingin stendur meira fyrir fyrirtækjaisma (e. corporatism), heldur en góðvild og réttlæti. Ef þessir einhliða og ritstýrðu fjölmiðlar væru ekki hér á landi, þá væri Samspillingin (S) með ekkert fylgi eða allt af því horfin.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2021 kl. 13:34
Sæl
Á hverju byggir þú það að lágmarkslaun í landinu séu 670 þúsund?
Flosi Eiríksson (IP-tala skráð) 3.10.2021 kl. 22:49
Sæll Flosi,
Nú og hvar er svo útreikningurinn á lágmarks framfærslu í þessu sambandi?
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.10.2021 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.