Er rétt að byggja nýja

kirkju eftir brunann á þeirri gömlu í Grímsey? Kostnaður að byggja nýja kirkju í anda þeirrar gömlu er óheyrilega mikill. Má ekki nota annað húsnæði á eyjunni til að messa, skíra og annað sem gert var í kirkjunni. Á eyjunni búa um 30 manns, verður fólk ekki að vera skynsamt. Guð er ábyggilega sama þó messur og aðrar samkomur í hans anda séu framkvæmdar í öðrum húsum. Enginn grunnskóli er rekinn í Grímsey en skólahúsnæði sem mætti nýta. 

Sorglegt þegar svona fer. Eldurinn ber ekki virðingu fyrir neinu.


mbl.is Prestarnir fljúga út í Grímsey í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð ábending Helga.

Á meðan Ríkisirkjan er með fasta áskrift af skattpeningunum okkar, um 5 milljarða á ári, þá skalt þú ekki láta þér detta það í hug, að það verði ekki byggð nýt krikja - á grunni þeirrar gömlu og í sama stíl. Það er mörg matarholan sem kirkjan seilist í. Kirkjuskatturinn, kirkjumálasjóður, kristnisjóður, jöfnunarsjóður sókna, kirkjugarðsgjöld, Þar að auki eru kirkjur undanþegnar lóðargjöldum og fasteignaskatti. Til viðbótar stendur húsfriðunarsjóður Minjastofnunar Íslands undir rekstri flestra friðlýstra kirkna. Í fyrra fengu friðlýstar kirkjur 67 milljónir til endurgerðar og viðhalds. Viðgerðir og viðhald kirkna er í raun eilífðarverkefni sem skattgreiðendur borga, ef ekki með beinum greiðslum af skattpeningum þá með fé sem fæst með betli kirkjunnar. Því miður eru mörg dæmi um að ríki og sveitarfélög borgi brúsann og leyfi ríkiskirkjunni að njóta ágóðans. Besta dæmið er Hallgrímskirkja. Ríkið og borgin eyddu hundruðum miljóna króna í að gera við turninn, sem ríkiskirkjan græðir svo hundruðir milljónir króna á árlega. Svo ég tali nú ekki um Húsavíkurkirkju.

Alltaf er Ríkiskirkjan heimtandi og betlandi. Vill alltaf meira og meira. Hún bólgnar eins og skrattinn á fjósbitanum á meðan grunnstoðir þjóðfélagsins eru við það að bresta vegna fjárskorts.

 

Ólafur Arason (IP-tala skráð) 22.9.2021 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband