11.9.2021 | 22:17
Hneyksli ef af yrði
að þessi kona yrði formaður KÍ. Hún veit ekki hvernig lýðræði virkar, allavega ekki fyrir fjórum árum. Hún, ásamt fleiri konum, ætlaði að svipta kennara lýðræðinu. Hanna Björg mun ekki berjast fyrir þá kennara sem sæta fölskum kærum í skólakerfinu af hálfu nemenda. Hennar trú er að þolandi hafi alltaf rétt fyrir sér. Hún mun ekki njóta þess trausts sem til þarf innan KÍ.
Nú þurfa önnur félög innan samtakanna að finna verðugan fulltrúa í stað Ragnars Þórs. Hanna Björg er það ekki. Smánar kennarafélögin með framboði sínu. Framganga hennar gegn KSí er eitt dæmi um hve ofstækisfull hún er og það breytist ekki.
Hanna Björg býður sig fram til formennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gunnar Waage (IP-tala skráð) 12.9.2021 kl. 03:22
Hverjir aðrir eru í framboði og verða umsækjendur að vera kennarar?
Sigurður I B Guðmundsson, 12.9.2021 kl. 11:06
Framboðsfrestur rennur út 4. október. Með framboði Hönnu Bjargar vona ég að grunnskólakennarar, sem bera þungan af rekstri KÍ, finni frambærilegan frambjóðanda. Það yrði mikil vá fyrir KÍ ef Hanna Björg yrði eini frambjóðandinn. Verður spennandi að sjá hvort fleiri gefi kost á þer.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2021 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.