Klefamenning í íþróttum- ábyrgð foreldra

Mikil umræða hefur skapast um klefamenningu í íþróttum. Veit ekki hverjum menn vilja kenna um. Helst karlmönnum samkvæmt kynjafræðingum. 

Eitt er víst hjá yngri börnum eru það foreldrarnir sem bera höfuðábyrgð. Þegar ungir iðkendur fara í sturtu eftir leiki eða æfingu er það verk foreldra að fylgja börnum sínum inn til að gæta að slæm klefamenning myndist ekki. FORELDRAR! Mæður og feður.

Drengir haga sér öðruvísi en stúlkur, um það deilir enginn. Stúlkur skapa líka slæma klefamenningu sem kynjafræðingurinn Hanna Björg talar ekki um. Kannski af því það eru stúlkur. Fyrirlitning, augngotur, ljótar athugasemdir um árangur og útlit fljúga í klefanum. Hlátur þeirra sem efstar eru í goggunarröðinni að hinum. Eitruð framkoma kvenna.

Foreldrar eiga og geta komið málunum í betri farveg, mæður og feður. Mætið í klefa barna ykkar, fylgist með og komið hegðuninni í réttan farveg. Málum er ekki öðruvísi farið í íþróttahreyfingunni en grunnskólum.

Alist börn upp við heilbrigða klefamenningu frá upphafi má búast við að hún endist út ævina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband