29.8.2021 | 17:20
Kúgun, varla annað orð yfir
framkomu Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur í KSÍ- málinu. Samtök, samfélag eða skóli á ekki að taka á sig ábyrgð einstaklings. Heldur ekki kynferðislega áreitni. Get ekki ímyndað mér annað en Hanna Björg hefjist handa í eigin skóla og láti skólameistara gjalda að nemandi hans beitti ofbeldi innan veggja skólans. Hún væri annars ekki samkvæm sjálfri sér.
Sú árás sem KSÍ hefur mátt sæta af hálfu Hönnu er kúgun í mínum augum. Henni tókst að kúga formann frá völdum vegna einstaklingsmáls. Ekki nóg með að hún kúgar samtökin, hún sáir fræjum efans og mannvonsku inn í fjölskyldur landsliðsmanna. Segist vita af landsliðsmönnum sem hafa nauðgað. Hver einasta fjölskylda sem hefur átt landsliðsmann er undir ásökun af hálfu Hönnu. Að þessu leyti má hún skammast sín. Viðbjóður að senda svona út í samfélagið þar sem hundruð manna eru undir.
Ofbeldi á ekki að líðast en sá sem beitir því á að bera ábyrgð á því. Sama hvaða ofbeldi er um að ræða.
Hanna Björg og talskona Stígamóta funduðu með KSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Hanna Björg hefjist handa í eigin skóla og láti skólameistara gjalda að nemandi hans beitti ofbeldi innan veggja skólans. Hún væri annars ekki samkvæm sjálfri sér."
Athyglisverður vinkill sem ég hefði ekki pælt í.
Heiðbjört (IP-tala skráð) 29.8.2021 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.