Nú koma þeir hver af öðrum stjórnmálamennirnir

til að láta vita hvað skal gera fyrir öldunga landsins á komandi árum. Byggja hjúkrunarheimili, leyfa fólki að vera lengur heima, auka rekstrarumhverfi o.s.frv.
 
Enginn talar um hver og hvaða fagfólk eigi að vinna störfin. Enginn talar um laun hjúkrunar- og umönnunaraðila. Enginn talar um alla útlendingana sem vinna á hjúkrunarheimilunum. Enginn talar um að öldungar landsins eigi oft erfitt með að skilja illa talandi útlendinga á íslensku, heilabilaðir vita ekki sitt rjúkandi ráð. Orð rangt notuð, vitlaust orð og talað í orðum ekki setningum. Enginn talar hvernig auka megi menntun ófaglærðra í geiranum. Enginn talar um þröskulda sem ríkir milli stétta í geiranum og hindrar að þekking, færni og hæfni stéttanna sé nýtt.
 
Við höfum hvoru tveggja, Félagsliðabraut og brúarnám sjúkraliða. Ríkið og sjálfseignastofnanir ætti að auðvelda fólki í geiranum að læra, með fyrirgreiðslum og sveigjanleika. Stjórnmálamenn virðast ekki þora í umræðuna sem skiptir máli.
 
Íslenskukennsla er nauðsynleg inn á öldrunarstofnanir fyrir útlendinga. Stofnanir eiga að leggja sig fram um að kenna starfsmönnum sínum þann orðaforða sem er notaður á stofnunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Orð í tíma töluð. 

Sigurður I B Guðmundsson, 25.8.2021 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband