14.8.2021 | 11:43
Langvarandi áhrif
covid veirunnar er sennilega ekki svolítið ýkt eins og Kári heldur fram. Í gein á Vísi rekur sérfræðingur rannsóknir sem gerðar hafa verið um áhrif veirunnar á sál og líkama fólks. Langt í frá eftirsóknarvert að draga í því lottói.
Hér má lesa greinina en í henni segir m.a. ,,Samkvæmt Heather M. Snyder, forstjóra Alzheimers Association, Þessi nýu gögn benda á óhugnanlegar atburðarásir sem leiða til langvarandi hugsunartruflana og jafnvel Alzheimer-sjúkdóms.
,,Flest smit voru afar væg, en samt lentu 19% í langvarandi veikindum. Það var ekki aðeins áhrif á lífsgæði, heldur starfsgetu - af 39 sem smituðust þrátt fyrir Pfizer-bólusetningu, tók það 9 einstaklinga meira en 10 dagar eftir bötnun til að geta farið að vinna aftur, 5 meira en 14 dagar, og einn gat ekki snúið aftur til vinnu. Þessi rannsókn var gerð fyrir tilkomu Delta-afbrigðisins, þegar rof-smit (e. breakthrough infection) voru ennþá sjaldgæf."
Í gangi er dönsk rannsókn um langtímaáhrif veirunnar.
Athugasemdir
Þetta er reyndar alls ekki marktæk rannsókn því það er ekki einu sinni athugað hvort fólkið var með kóvít. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að stór hluti þeirra sem segjast hafa fengið kóvít hafa alls ekki fengið það. Og það athygliverða er að trú fólks á að það hafi langvarandi einkenni vex í öfugu hlutfalli við greindarvísitölu þess.
Þorsteinn Siglaugsson, 14.8.2021 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.