12.8.2021 | 11:44
Skólar hafa farið í gegnum þetta
og því finnst Þórólfi engin ástæða að tala frekar um hertar aðgerðir í skólum. Er sammála honum. Samt var skipaður starfshópur, sennilega til að friða hópinn. Stjórnendur grunnskóla eiga skipulag um hertar aðgerðir. Hvort þeir taki skipulag B eða F upp og hefji skólastarf er undir þeim komið. Stjórnendur þekkja skólann og starfssemin best. Byggingar skóla eru ólíkar. Það sama hentar ekki öllum.
Ljóst að hólfaskipting í kennslu og matsal er það sem koma skal þegar skólar byrja. Sóttkví ef einn nemandi eða starfsmaður smitast. Við þekkjum þetta. Nú er bara að fara eftir því. Fjölmargir grunnskólakennarar kvíða komandi vikum, meðalaldur þeirra er rúmlega 50 ár, engin unglömb á ferð.
Ekki í veldisvexti en hertar aðgerðir mögulegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.