27.6.2021 | 10:35
Framafemínisti
Góð grein um framafemínista. Greinarhöfundur, sem er kona, segir alla þekkja veginn að velgengni og áhrifum. Sama leið sé fyrir konur og karlmenn, þeirra er valið. Sammála skrifum hennar. Eins og í Danaveldi eiga bæði konur og karlar rétt á veikindadögum barna. Framafemínistinn heldur því fram að konan þurfi alltaf að taka veikindadaga barns en greinarhöfundur bendir á að slíkt sé samkomulag innan fjölskyldunnar.
Það væri óskandi að konur sem eru þessarar skoðunar kæmu henni á framfæri í fjölmiðlum hér. Vantar jafnvægi við þá umræðu að kona sé eins og viljalaust verkfæri í höndum karlmanna þegar kemur að ákvörðun um frama og völd. Við þurfum ekki annað en horfa á stjórnmálaflokkana, félagsmenn fá ekki að velja á lista því konur hafa talið mönnum trú um að framboðslisti sé ekki frambærilegur nema kynin skiptist á um sætin. Hér eru verðleikar einstaklings einskins metnir. Það er slæmt. Nú síðast heyrði ég að Félag framsóknarkvenna fari fram á breytingar á listum til að kynjaraða inn á lista. Þær falla í sömu gryfju og margir aðrir hafa gert.
,,Karrierefeministerne søger forudbestemte udfald, og respekterer derfor ikke kvinders frie valg, og indfører i stedet politiske løsninger.
Som både mor, ægtefælle, erhvervsleder og liberal er min position klar: Der findes mange veje til det gode liv. Lad hver kvinde finde sin egen."
Framafemínistinn sækir í fyrirfram gefna niðurstöðu og virða ekki val kvenna og því vilja þeir nota stjórnmálin til að ryðja brautina.
Hún segir sem mamma, eiginkona, stjórnandi og lýðræðissinni er staðan hennar ljós. Það eru margar leiði að hinu góða lífi. Leyfið hverri konu að ákveða fyrir sig.
Hér má lesa greinina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.