22.6.2021 | 09:43
Sekkur dýpra
Merkilegt að koma með endalausar afsakanir. Engin málefni rædd. Af hverju á Samherji svona mörg skúffufyrirtæki í skattaparadísum, hefur Þorsteinn útskýrt það. Af hverju tóku þeir upp veskið og greiddu á 4 tug milljóna til Færeyja eftir þáttinn sem þar var sýndur, komið útskýring af hverju allt í einu þá skuldaði fyrirtækið skatta til eyjanna. Lengi mætti áfram telja.
Held að þorri almennings hafi fyrir löngu síðan misst traust og trúnað á það sem frá Samherjamönnum kemur. Af hverju þráast Þorsteinn Már við, ómögulegt að segja. Dómstólar munu leiða í ljós hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Hér á landi gengur rannsókn mála gegn Samherja ansi hægt, en vonandi fær það endi.
Samherjamenn hafa lagt sig í líma við að kenna einum manni um það sem gerðist í Namibíu. Sem stjórnandi fyrirtækisins ber hann ábyrgð, líka á þeim sem hann hefur gert að blóraböggli til að hreinsa sjálfan sig. Aðferðir hans valda velgju.
Stundum er betra að þegja en segja. Í tilfelli Samherja held ég að það eigi ágætlega við.
Biðst afsökunar fyrir hönd Samherja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.