Ekki undra

að fréttamaðurinn sjái ekki hverjum er ætluð afsökunarbeiðnin. Henni er ekki beint til ákveðinna aðila. Þeir mega taka hana til sína sem hafa móðgast vegna framferðis Samherja. liggur í orðum þeirra Samherjamanna. Við brugðumst bara við vonda fólkinu. Of seint í rass gripið. Alþjóð hefur fengið innsýn í vinnubrögð æðstu manna í fyrirtækinu. Fólkið á gólfinu hefur ekkert með málið að gera. Samherjamenn hafa skaðað sjálfa sig til framtíðar. Þegar maður sér nafn þeirra og stjórnenda kemur óbragð í munninn, óhjákvæmilega.

Verður fróðlegt næstu mánuði að fylgjast með málefnalegum málflutningi Samherjamanna. Af hverju búið þið til svona mörg skúffufélög? Af hverju notið þið lönd sem hjálpar fyrirtækinu að komast hjá skattaskuldum? Af hverju að búa til svo mörg dótturfélög að erfitt reynist að rekja þau? Af hverju svarið þið ekki blaðamönnum sem vilja svör við ákveðnum spurningum? Af hverju, af hverju. Samherjamenn mega bretta upp ermar og leyfa almenningi að heyra svörin. 


mbl.is Furðar sig á afsökunarbeiðni Samherja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hefði haldið að það væri frekar hlutverk fréttamanna að afla sér þekkingar og fræða landsmenn um gang alþjóðlegra viðskipta en Samherja. Fáfræði fréttamanna og þekkingarleysi setur Samherja engar skyldur. Og forvitnin þarf að eiga sér takmörk rétt eins og öfundin. 7 ára rannsókn á bókhaldi Samherja og dótturfélaga skilaði engu, ekkert grunsamlegt fannst.

Jafnvel Landsvirkjun er með dótturfélög og félag í skattaskjóli. Og ekkert fyrirtæki ljóstrar upp um viðskiptahagsmuni sem keppinautar geta notað. Þannig hegðun getur sett fyrirtæki á hausinn. Fyrirtæki búa flest yfir miklum upplýsingum sem engum eru ætlaðar nema skattinum og stjórnendum fyrirtækisins.

Vagn (IP-tala skráð) 31.5.2021 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband