Fljótt skipast veður í lofti

Fallegt. Ferlegt. Kjánalegt. Kæra er ekki sama og sekt. Kært er til að finna út hvort einstaklingur sé sekur. Mál Sölva er dæmi um þær öfgar sem eru í samfélaginu. Jónas Sigurðsson hefur sýnt þær báðar. Trúa og ekki trúa.

Réttarkerfið mun taka á málinu. Þjóðin þarf ekki að skipa sér í fylkingar, með eða móti. Dæma á alla ofbeldismenn, karla og konur. Allir aðilar málsins hafa sína sögu að segja. Dómstólar munu finna út hvort sekt eða sakleysi sannist. Dómstóll götunnar hefur engar forsendur til að dæma í málum, hvorki máli Sölva né annarra.

Þegar ég hugsa til málsins þar sem 17 ára drengur er sýknaður af nauðgun 13 ára stúlku sem fór sjálfviljug með honum inn í tjald verð ég hálfdöpur. Þótti sannað að hann nauðgaði henni ekki þó hún 6 árum síðar fann þörf hjá sér til að kæra hann. Stúlkan hafði ekki fyrir því að segja honum að hún væri 13 ára og þannig koma í veg fyrir mök. Hér er um tvö börn að ræða. MeToo konur vilja nota þetta dæmi um mann sem sleppur við nauðgunardóm. Þeim virðist sama hvort fólk sé dæmt saklaust.

Hef rætt það áður og ítreka enn. Mörgum stúlkum liggur svo á að verða fullorðnar að þær haga sér og klæða sig sem slíkar barnungar. Verðum að grípa til forvarna á því sviði. Foreldrar hafa þar mest að segja.

 


mbl.is „Ég gerðist skólabókardæmi um meðvirkni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband