Drengir/stúlkur, einfaldað í þágu málstaðar

Nú tröllríður samanburður á lífi stúlkna og drengja netinu þegar kemur að trúverðugleika frásagna af kynferðilegu ofbeldi. Þeir sem telja að allar sögur um kynferðislega áreitni séu sannar bera boðskapinn út. Telja að stúlkum sé ekki trúað.

Lífslaup kynjanna eru ólík. Hættur leynast víða. Forvarnir þurfa að taka mið af því.

Ef foreldrar eiga tvo syni og tvær dætur óska þeir börnum sínum alls hins besta. Vandamál lífsins mun án efa hitta börn foreldranna á einhvern hátt. Mismikið þó. 

Samkvæmt rannsóknum er vitað:

Stúlkurnar gætu frekar verið beittar kynferðislegu ofbeldi en drengirnir. Þeim ekki trúað.

Drengirnir verða frekar ranglega sakaðir um kynferðisbrot. Þeim ekki trúað.

Stúlkurnar munu frekar fá forsjá barna sinni en drengirnir.

Drengirnir verða frekar sakaðir um heimilisofbeldi en þær. Þeim síður trúað.

Stúlkurnar munu frekar fá háskólamenntun en þeir.

Miklu minni líkur eru á að stúlkurnar lendi í fangelsi en drengirnir, sama með ofbeldi, drengirnir lenda frekar í því en stúlkurnar.

Drengirnir eru líklegri til að fá lyf við hegðunarvanda en stúlkurnar.

Stúlkurnar munu líklega fá lélegri launaða vinnu en drengirnir.

Meiri líkur er á að drengirnir taki eigið líf en stúlkurnar.

Drengirnir eru líklegri til að horfa á klám en stúlkurnar.

Þeir eru líklegri til að ánetjast eiturlyfjum en stúlkurnar.

Þeir eru líklegri til að fremja alls konar afbrot en stúlkurnar.

Drengirnir sækja frekar í áhættusækna hegðun en stúlkurnar.

Með þessu er ég ekki að réttlæta kynferðisafbrot á nokkurn hátt. Gerendur á að sækja til saka í öllum ofbeldismálum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband