2.5.2021 | 19:08
Af hverju til hamingju
með daginn þegar 1. maí rennur upp. Hér er um baráttu og hátíðisdag verkalýðsins að ræða. Hér fyrir ekki svo mörgum árum sögðu menn ,,Gleðilega hátíð", eins langt eftir og ég man. Kann betur við það. Hvenær þessi óskapnaður hófst að óska mönnum til hamingju með daginn veit ég ekki. Við óskum ekki til hamningju með Sjómannadaginn, 17. júní, páskana og jólin sem dæmi, við segjum ,,Gleðilega hátíð." Vona að verkalýðsfélög skoði málið fyrir næsta ár.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.