27.4.2021 | 17:24
Slær sig til riddara...sáir vantrausti
Að sjálfsögðu verða nýir starfsmenn ekki á lægri launum. Stéttarfélögin sjá til þess. Ásthildur sem fer fyrir atvinnurekanda sem treystir ekki fólkinu sínu slær sig til riddara með þessum orðum. Klént hjá henni.
Akureyrarbær fer fram á að kennarar stimpli sig út þegar þeir fara í covid sprautu. Þegar þeir mæta á vinnustað aftur stimpla þeir sig inn. Mega bakfæra fjarveruna með orðunum ,,launað leyfi/covid sprauta." Mikið traust sem bæjaryfirvöld, með Áshildi í fararbroddi, sýnir kennurum.
Fátt aðlaðandi við að vinna hjá bænum. Vona að heilbrigðisstarfsmenn á öldrunarheimilunum fái betri vinnuveitenda. Kemur í ljós með tímanum.
Nýir starfsmenn hjúkrunarheimila ódýrari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.