Ferðapassi fyrir útlendinga

Nú er lag að innheimta komugjöld til landsins fyrir þá sem hafa ekki lögheimili á Íslandi. Enginn ráðamaður þorði en nú þegar endurvekja á ferðaþjónustuna ber að rukka gjald. Mörg lönd rukka slík gjöld og við verðum. Horfa má til USA sem rukkar 14 dollar á mann sem sækir um komuleyfi til landsins.


mbl.is Starfshópur um uppbyggingu eldgossvæðisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var aldrei spurning um að þora. Við getum ekki rukkað íbúa EES og ESB nema rukka Íslendinga einnig. Þannig að það var spurning um að vilja, vilja til að taka upp komugjöld og segja sig þá úr Evrópusamstarfinu eða skattleggja Íslenska ferðamenn eins og aðra. Það var spurning um pólitíska stefnu í Evrópumálum og skattlagningu Íslenskra ferðamanna. En Íslendingar voru almennt á móti því að borga komugjald við heimkomu og vildu heldur ekki missa réttindi sín og stöðu innan Evrópu.

Og svo var vafasamt að gjaldið skilaði nokkru umfram kostnað ef það fældi frá eitthvað prósentubrot þeirra ferðamanna sem þó mátti skattleggja. Lágt gjald skilar litlu en hátt gjald fælir frá, og bæði pirra ferðamenn. Sú málamiðlun var því farin að leggja á gistináttagjald og tvöfalda virðisaukaskatt á ferðaþjónustu, sem er heldur ekki að gera okkur rík, bæta eða bjarga nokkru en þaggaði niður í þeim sem töldu að öll okkar vandræði mætti leysa með skattlagningu ferðamanna.

Vagn (IP-tala skráð) 20.4.2021 kl. 02:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband