Aumt er það

þegar samflokksmenn haga sér svona. Í Noregi eru gerðar ríkari kröfur til þeirra sem fara fyrir landi og þjóð í tengslum við sóttvarnir en hér á landi. Hér geta ráðherrar og þingmenn hagað sér að vild án afleiðinga. Norski forsætisráðherrann fékk háa sektargreiðslu vegna brota á sóttkví með þeim orðum að hún eigi að fara eftir því sem hún boðar. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa gerst brotlegir við sóttvarnarlög og hvað gerðist? Einn þingmaður spókar sig í tilefnislausri ferð á Spáni þrátt fyrir tilmæli sóttvarnalæknis um að fólk geri það ekki. Vondar fyrirmyndir.

Ekkert athugavert að þeir sem standa fyrir sóttvörnum í landinu láti heyra í sér. Orðaval- hver og einn ber ábyrgð á því.

Úr frétt á mbl.is ,,Sør-Øst, Ole B. Sæ­verud, sagði á blaðamanna­fundi í morg­un að Sol­berg væri í fram­varðasveit lands­ins og þrátt fyr­ir að all­ir væru jafn­ir fyr­ir lög­um hefði hún staðið fremst þegar kom að ákvörðunum er vörðuðu sótt­varn­a­regl­ur. Því væri henni gert að greiða sekt en ekki eig­in­manni henn­ar þrátt fyr­ir að hann sé tal­inn bera ábyrgð."


mbl.is Sigríður sendir Kára pillu vegna Trump-samlíkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband